Ekið á mannlausan bíl

Á milli kl. 16:30 og 17:00 í dag var ekið á dökkgráa Skoda Octavia skutbifreið þar sem hún stóð kyrrstæð og mannlaus á Kirkjuvegi á Selfossi, skammt frá Tónlistarskóla Árnesinga.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um geranda eru beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Selfossi í síma 444 2010, á milli kl. 8:00 – 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið sudurland@logreglan.is.

Fyrri greinÖrninn kroppar í hrossakjötið
Næsta grein23 framúrskarandi fyrirtæki á Suðurlandi