Ekið á ljósastaur við Lyngás

Lögreglan á Hvolsvelli fékk í dag tilkynningu um að ekið hafi verið á ljósastaur við Lyngás, skammt vestan Hellu. Ökumaður bifreiðarinnar fór af vettvangi, þannig að engar upplýsingar eru til um geranda.

Lögreglan leitar nú eftir upplýsingum frá hugsanlegum vitnum að árekstrinum. Ef einhver varð óhappsins var getur hann haft samband í síma 488 4110 eða netfangið hvolsvollur@logreglan.is.

Fyrri greinHætt við stækkun Hamars
Næsta greinFSu gerði góða ferð norður