Ekið á kyrrstæðan bíl

Ekið var á kyrrstæða, mannlausa Mercedes Benz fólksbifreið framan við Sundhöll Selfoss á milli kl. 13 og 14 í gær, sunnudaginn 4. nóvember.

Benz bifreiðin er blá að lit. Ljóst er að bifreiðinni sem ekið var utan í Benzinn er hvít. Allar líkur eru á að á þeirri bifreið ætti að vera blár litur af Benz bifreiðinni.

Lögreglan biður þann sem hlut á að máli eða þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.