Ekið á kyrrstæðan bíl við Mátt

Ekið var á bláa Jeep Grand Cherokee bifreið framan við Mátt sjúkraþjálfun í Gagnheiði 65 á Selfossi á milli klukkan 16 og 17 í gær, þriðjudaginn 30. september.

Skemmd var á vinstra frambretti Jeep bifreiðarinnar í 70 til 90 sentimetra hæð. Leiða má líkur að því að stóru ökutæki hafi verið bakkað á Jeep bifreiðina og ökumaður ekki orðið þess var.

Lögreglan biður þann sem málið gæti varðað og þá sem búa yfir upplýsingum um þetta atvik að samaband í síma 480 1010.

Fyrri greinZoran aftur á Selfoss
Næsta greinStockton í liði ársins