Ekið á kyrrstæðan bíl á Þrengslavegi

Ökumaður á leið suður Þrengslaveg ók aftan á kyrrstæða bifreið á móts við Lambafell um hádegisbil síðastliðinn fimmtudag.

Þrír voru í bifreiðinni sem ekið var á en ekkert þeirra slasaðist.

Hin bifreiðin valt eftir áreksturinn og var ökumaður hennar fluttur á heilsgæsluna á Selfossi en meiðsl hans reyndust minni háttar.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Unglingur tekinn með kannabis
Næsta greinÞórður í Skógum hlaut Landstólpann