Ekið á kyrrstæðan bíl

Ekið var á kyrrstæða og mannlausa svarta Toyota Avensis bifreið á bílastæði við Eyraveg 46 á Selfossi á tímabilinu frá kl. 22 á laugardag til kl. 11:30 á sunnudag.

Ákoma var ofarlega á afturhlera bifreiðarinnar.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um þennan árekstur eru beðnir að hafa samband í síma lögreglu 444 2010.