Ekið á kind og sundlaugarvegg

Sextíu mál voru bókuð í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli þessa vikuna.

Sex ökumenn voru stöðvaðir í vikunni fyrir að aka of hratt í umdæminu og tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu.

Þannig varð óhapp í vikunni við sundlaugina í Úthlíð í Skaftárhreppi en þar hafnaði bifreið á steinvegg.

Þá var ekið á kind austan Blautbalakvíslar um kvöldmatarleytið í gær. Ökumaður tilkynnti um óhappið á lögreglustöðinni á Kirkjubæjarklaustri. Kindin mun hafa drepist og bifreiðin skemmdist lítilsháttar.