Ekið á Husky á Austurveginum

Á áttunda tímanum síðastliðið föstudagskvöld varð það óhapp á Austurvegi á Selfossi til móts við Nettó að grár og hvítur Husky hundur hljóp í veg fyrir dökkbláa Toyota Yaris bifreið sem ekið var í austur.

Hundurinn skall á vinstra framhorni bifreiðarinnar, féll við en stóð strax upp og hljóp í burtu. Minni háttar tjón varð á bifreiðinni en hugsanlegt er að hundurinn hafi slasast.

Þeir sem veitt geta upplýsingar um atvikið og eða vita hver er eigandi hundsins eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444 2010 eða senda tölvupóst á suðurland@logreglan.is.

Fyrri greinTilkynnt um þrjú innbrot í Árnesþingi
Næsta greinFullt af lausum minkum á Selfossi