Ekið á hross á Landvegi

Ekið var á hross á Landvegi rétt fyrir klukkan átta í morgun.

Ökumaður bílsins hlaut minniháttar meiðsli en jepplingur sem hann ók er óökufær. Hesturinn drapst samstundis.

Hesturinn slapp úr girðingu og hljóp upp á veginn í veg fyrir bílinn. Skuggsýnt var og engin leið fyrir ökumanninn að sjá hestinn að sögn lögreglu.