Ekið á hjólandi dreng á gangbraut

Síðdegis á miðvikudag varð 10 ára drengur á reiðhjóli fyrir bíl á gangbraut á Eyravegi við Suðurhóla á Selfossi. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku HSU.

Hann hlaut minni háttar meiðsl, skrámur og mar.

Þá slasaðist erlendur ferðamaður á ökkla er hann hrasaði í Skálpanesi við Langjökul á miðvikudag. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku HSU á Selfossi þar sem gert var að meiðslum hans.

Fyrri greinNotaði VSK-bíl í eigin þágu
Næsta greinUngmennum vísað af skemmtistað