Ekið á hjólandi barn á gangbraut

Í morgun var ekið utan í barn á reiðhjóli þegar það var að hjóla yfir gangbraut við Sunnulækjarskóla á Selfossi. Barnið slapp án meiðsla.

Ökumaður bifreiðarinnar sá ekki barnið í tæka tíð þar sem sólin var blindandi og barnið hjólaði viðstöðulaust út á veginn í veg fyrir bifreiðina án þess að stöðva.

Lögreglan á Suðurlandi vill beina því til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að nota alltaf hjálm þegar þau fara út á hjólunum og eins að stöðva hjólin við gangbraut og teyma þau yfir götuna.

Þá þurfa ökumenn að huga að því að skafa vel af rúðum áður en þeir aka af stað.

Fyrri greinÁstandið er óbreytt frá árinu 2011
Næsta greinEgill keppti á Evrópu-meistaramóti juniora