Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á Austurvegi á Selfossi nú eftir hádegi.

Maðurinn var að ganga yfir gangbraut við Bókasafn Árborgar. Tvöföld akrein er á Austurvegi, bíll hafði stoppað fyrir honum á hægri akrein en bifreið sem kom aðvífandi á vinstri akrein ók á manninn. Betur fór en á horfðist því samkvæmt upplýsingum frá lögreglu reyndust meiðsli mannsins minni en í fyrstu var talið.

Mikill umferð er í gegnum miðbæ Selfoss og urðu nokkrar tafir á umferð vegna slyssins.

Fyrri greinHvergi hvikað frá undirbúningi Landsmóts
Næsta greinBrenndist við uppkveikju í arni