Ekið á eldri mann á rafskutlu

Eldri maður á rafskutlu varð fyrir bíl þegar hann fór yfir gangbraut á Austurvegi á Selfossi laust fyrir klukkan hálfsex í dag.

Hálka og lélegt skyggni var á Austurveginum þegar óhappið átti sér stað. Ekki liggur fyrir hversu mikil meiðsli mannsins eru en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var hann ekki talinn alvarlega slasaður.

Mikið annríki hefur verið hjá lögreglumönnum á Selfossi í dag og talsvert um óhöpp. Meðal annars velti erlendur ferðamaður bílaleigubíl sínum í hádeginu þar sem hann brást snarvitlaust við aðstæðum í hálkunni á Þingvallavegi.

Fyrri greinSnjómokstur langt fram úr áætlun
Næsta greinHús nötruðu og rafmagn fór af