Ekið á dreng á gangbraut

Ekið var á sex ára dreng á reiðhjóli við Bónus í Hveragerði síðastliðinn laugardag þar sem hann hjólaði yfir götu á gangbraut.

Drengurinn skrámaðist lítils háttar á læri.

Þá slasaðist þriggja ára stúlkubarn á hendi við fall úr koju í sumarbústað í Grímsnesi í gær. Fallið var um einn og hálfur metri.

Fyrri greinÁfengi og tölvu stolið á Hafinu bláa
Næsta greinLögreglan rannsakar utanvegaakstur