Ekið á dreng á Austurveginum

Síðdegis í gær var komið að meðvitundarlausri konu á Hamarsvegi í Flóa en hún hafði fallið af hestbaki.

Konan kom fljótlega til meðvitundar og var talið að hún hefði hlotið heilahristing.

Af öryggisástæðum var konan flutt með sjúkrabifreið á Slysadeild í Fossvogi þar sem hún gekkst undir rannsókn.

Þá varð átta ára drengur varð fyrir bifreið á Austurvegi á Selfossi, til móts við Krónuna, eftir hádegi á föstudag. Drengurinn var á leið yfir götuna á gangbraut þegar bifreið lenti á honum. Ökumaður mun ekki hafa tekið eftir drengnum fyrr en óhappið varð.

Drengurinn, sem var með hjálm, hlaut minni háttar áverka í andliti og var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæslustöðina á Selfossi til aðhlynningar.