Ekið á þrjú lömb í liðinni viku

Í liðinni viku var tólf sinnum leitað til lögreglu vegna mála sem varða dýra- eða húsdýrahald en tvisvar var um að ræða lausagöngu nautgripa við þjóðveg.

Fimm sinnum var um að ræða lausagöngu hesta við þjóðveg eða í þéttbýli. Þrjú málanna vörðuðu sauðfé, í tveimur þerra var um að ræða að ekið var á tvö lömb en eitt í hinu tilvikinu, en þriðja tilkynningin var vegna lausagöngu fjár við þjóðveg 1.

Í tvígang vörðuðu málin hunda sem fundust lausir á víðavangi.

Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi nær frá Litlu kaffistofunni í vestri að Hvalnesskriðum í austri og því við því að búast að dýrahald komi við sögu í störfum lögreglunnar á svo víðfeðmu svæði.

Fyrri grein„Engin smá upplifun að vera þarna“
Næsta greinSektuðu fyrir á þriðju milljón vegna hraðabrota