„Eitthvað hljóp í veg fyrir bifreiðina“

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjórtán umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku.

Í einu þeirra fataðist ökumanni þegar „eitthvað hljóp í veg fyrir bifreiðina“ þar sem viðkomandi ók um Laugarvatnsveg síðastliðinn fimmtudag.

Bifreiðin fór útaf veginum og valt ofan í skurð. Ökumaðurinn kom sér sjálfur úr bílnum og fékk aðstoð við að komast á sjúkrahús á Selfossi. Bifreiðin er mikið skemmd.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinErlendur ferðamaður lést við Skógafoss
Næsta greinEldur slökktur með kókflösku