Eitthvað fyrir alla fjölskylduna

Hvolsvöllur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það verður nóg um að vera í Rangárþingi eystra um helgina fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin hefst í dag með sumarratleik og fleiri uppákomum.

Hægt er að komast frítt í frisbígolf alla helgina, í dag og á morgun kl. 14:00 verður andlitsmálning og sprell fyrir krakka á Miðbæjartúninu og í kvöld kl. 20:30 er tónlistarbingó í Gamla fjósinu á Hvassafelli undir Eyjafjöllum.

Á morgun, föstudag verður leiðsögn um Tumastaðaskóg með Þorsteini Jónssyni kl. 20:00 og eftir hádegi á laugardag munu félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands stilla bílum sínum upp við félagsheimilið Hvol.

Á sunnudag eru síðan tónleikar með Ásgeiri Trausta á Midgard Bace Camp á Hvolsvelli kl. 20:00.

Í Rangárþingi eystra eru einnig fjölmargar náttúruperlur og áhugaverðir áfangastaðir sem hægt er að heimsækja og fjöldi ferðaþjónustuaðila á svæðinu býður upp á spennandi sumartilboð.

Fyrri greinÞorlákshöfn með augum 80´s unglingsins
Næsta greinVerklokum fagnað í orkuskiptum á Kili