Eirný ráðin verkefnisstjóri

Eirný Vals hefur verið ráðin verkefnisstjóri „Brothættra byggða – Skaftárhreppur til framtíðar“, hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og hefur tekið til starfa með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri.

Eirný var ráðin úr hópi tuttugu og sex umsækjenda. Hún er með meistarapróf í verkefnastjórnun, MPM frá HÍ, auk MBA frá sama skóla, einnig er hún rekstrarfræðingur frá Bifröst.

Eirný segir að starfið leggist vel í sig, hún hlakki til að kynnast íbúum Skaftárhrepps og vinna með þeim að verkefninu.

Hún hefur víðtæka reynslu af störfum fyrir sveitarfélög og ríki. Árin 1979 -1983 starfaði hún hjá Ölfushreppi, síðar var hún hjá Ísafjarðarbæ, Akraneskaupstað og Sveitarfélaginu Vogum. Þá vann hún lengi hjá Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands, og auk þess var hún um tíma hjá Landsbanka Íslands og Íslandsbanka á Akranesi.

Fyrri greinLóðum úthlutað í Hagalandi
Næsta greinDásamlegir súkkulaðimolar sem bráðna í munni