Eiríkur ráðinn forstöðumaður

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður Kötluseturs. Sjö sóttu um starfið.

Eiríkur er að ljúka prófi í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og kemur sú menntun, ásamt staðgóðri þekkingu Eiríks á svæðinu og áhuga á menningu og ferðaþjónustu mun án efa nýtast honum vel í starfi.

Eiríkur kemur að fullu til starfa í byrjun maí, en mun sinna ákveðnum verkefnum Kötluseturs með námi þangað til.

Í fyrrasumar starfaði Eiríkur sem landvörður í Dyrhólaey. Sambýliskona hans er Hekla Katarína Kristinsdóttir.