Einstakri skóflu stolið

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú þjófnað á jarðefnaskóflu úr grjótnámu við Sólheima í Mýrdalshreppi fyrir nokkrum dögum.

Um er að ræða sérstaka skóflu sem flokkar jarðefni og sigtar fínt efni. Skóflan er sett á stórar skurðgröfur og því þarf töluvert oflugt tæki til að ná henni. Einungis eru til tvær til þrjár slíkar skóflur hér á landi og því tjónið töluvert fyrir eigandann.

Þeir sem kynnu að búa yfir upplýsingum varðandi þessa skóflu eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til lögreglunnar á Hvolsvelli í síma 488 4110