Einstaklega vel heppnuð afmælisveisla

Í gær var haldið upp á 85 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi, en þann dag árið 1930 komu fyrstu börnin til Sólheima.

Í tilefni dagsins var hátíðarguðþjónusta í Sólheimakirkju, en kirkjan átti einnig 10 ára vígsluafmæli í gær. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup predikaði og Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng.

Þá var formleg opnun á aðsetri félagsþjónustu og frístundastarfs í endurbyggðu húsi sem nefnt er Ægisbúð og einnig var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við kaffihúsið þar sem verður verslun, listhús og félagsaðstaða.

Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, sagði í samtali við sunnlenska.is að dagurinn hefði gengið einstaklega vel, þar sem rúmlega 400 manns samglöddust Sólheimum á þessum afmælisdegi.


Fyrsta skóflustungan að verslun, listhúsi og félagsaðstöðu (F.v.) Guðmundur Ármann, Árni Friðriksson arkitekt, Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður, Grímur Sæmundssen, Helgi Magnússon og Reynir Pétur. Ljósmynd/Pétur Thomsen

Fyrri greinHulda setti Íslandsmet og þrjú HSK öldungamet slegin
Næsta greinEldur kviknaði í stjórnborði uppþvottavélar