Einn sviptur ökuréttindum

Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi Selfosslögreglunnar snemma í morgun.

Að sögn lögreglu var hann færður á lögreglustöð þar sem hann blés í öndunarsýnismæli og í kjölfarið var hann sviptur ökuréttindum.

Að öðru leyti var nóttin tíðindalaus hjá lögreglunni á Selfossi og umferð hefur gengið vel og slysalaust.