Einn stútur undir stýri

Skemmtanahald fór vel fram á Selfossi í gærkvöldi en um helgina fer fram fjölskylduhátíðin Kótelettan.

Hátt í 600 manns voru á balli í Hvítahúsinu í gærkvöldi og töluverð umferð er á tjaldstæðinu við Engjaveg.

Ekkert kom þó upp hjá lögreglu að undanskildum einum stút undir stýri sem lögregla hafði afskipti af.