Einn slasaður í 21 umferðaróhappi

Lögreglan á Suðurlandi færði 21 umferðaróhapp til bókar í síðustu viku. Helmingur þeirra varð í Skaftafellssýslunum og í flestum tilvikum var ekið of hratt í hálkunni.

Aðeins einn ökumaður slasaðist í þessum óhöppum, en karlmaður sem missti bifreið sína út af Bakkavegi í Landeyjum síðastliðinn sunnudag var fluttur undir læknishendur með áverka á handlegg.

Þrettán ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku þrátt fyrir að aðstæður til aksturs væru ekki þær bestu.

Fyrri greinKosning hafin á Sunnlendingi ársins 2017
Næsta greinMörg hálkuslys í síðustu viku