Einn poki af iðnaðarsalti á KFC á Selfossi

KFC keypti aðeins einn poka af iðnaðarsalti fyrir veitingastað sinn á Selfossi í síðasta sumar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem skyndibitakeðjan hefur sent frá sér. Þar segir að pokinn hafi verið keyptur í góðri trú um að um matarsalt væri að ræða og því miður hafi verið búið að nota saltið til söltunar á frönskum kartöflum þegar upp komst.

„Þegar starfsfólk KFC varð þess vart að á umbúðum stóð að saltið væri ekki ætlað til manneldis var komið í veg fyrir að slíkt salt yrði keypt aftur inn,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

„Því miður verður það þó að viðurkennast að saltið úr pokanum hafði verið notað til söltunar á frönskum kartöflum þegar upp komst um áletrun á pokanum og hörmum við þau mistök. Við viðtöku á pokanum var ekki lesið sérstaklega á umbúðirnar enda treysti starfsfólk því að Ölgerðin sendi ekki matvæli sem væru óhæf til manneldis.“

Fyrri greinOf mikið veitt í Soginu
Næsta greinMikilvægur sigur á Egilsstöðum