Einn milljarður í almenningssamgöngur

Ef hugmyndir stjórnvalda verða að veruleika eru horfur á að einn milljarður króna verði settur í almenningssamgöngur á suð­vestur­horninu.

Að sögn Þorvarðar Hjaltasonar, fram­kvæmda­stjóra SASS, gætu þessir fjármunir nýst til að efla slíkar samgöngur austur á Selfoss.

,,Ég lít á þetta sem jákvæða hugmynd,” segir Þorvarður en hugmyndin var kynnt á morgunverðarfundi innan­ríkisráðuneytisins um almennings­samgöngur sem haldinn var í síðustu viku.

Að sögn Þorvarðar gæti þetta breytt grundvelli almennings­samgangna á svæðinu verulega.

Óvissa er um fyrirkomulag strætóferða milli Selfoss og Reykjavíkur en samningar Hveragerðis­ og Árborgar við Sérleyfisbíla Akureyrar um daglegar ferðir á leiðinni rennur út um næstu áramót.

Fyrri greinFjórir sluppu án meiðsla
Næsta greinLögregla fjarlægði ölvaðan mann