Einn látinn hætta akstri

Lögreglan á Hvolsvelli hafði gott eftirlit með ölvunarakstri í tengslum við þorrablót í umdæminu um helgina.

Allir ökumenn stóðust prófun en einn var þó látinn hætta akstri þar sem öndunarsýni sýndi áfengisneyslu en þó undir mörkum.

Í vikunni voru 52 mál bókuð hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Fjórir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur en sá sem hraðast ók var á 123 km hraða í Eldhrauni austan við Kirkjubæjarklaustur.