Einn í gæsluvarðhald eftir skotárásina

Einn karlmaður var í hádeginu í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar í Héraðsdómi Suðurlands en hann var einn þeirra sem tók þátt í skotárás á hús á Eyrarbakka í gærmorgun.

Fjórir voru upphaflega handteknir en þremur þeirra var sleppt úr haldi í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum. Yfirheyrslur munu halda áfram yfir manninum sem er áfram í haldi.

Lögreglumenn á Selfossi og sérsveit ríkislögreglustjóra brugðust við tilkynningu um skotárásina í gær og mættu sérsveitarmenn bifreið sem skotið var úr á húsið í Þrengslum og handtóku fólkið, þrjá karlmenn og eina konu. Í farangursgeymslu bifreiðarinnar fannst haglabyssa.

Fyrri greinVersnandi veður sunnanlands
Næsta greinSelfyssingar Íslandsmeistarar í 6. flokki