Einn handtekinn vegna mansals í Vík

Karlmaður er í haldi lögreglu vegna gruns um mansal í Vík í Mýrdal. Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum í Vík í dag vegna málsins, meðal annars mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Vísir greinir frá þessu.

Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en hefur ekki veitt neinar upplýsingar um málið.

Fyrri greinFSu tapaði heima gegn botnliðinu – Þór vann góðan sigur
Næsta greinÁkvörðunin bæði fáránleg og fyrirséð