Einn handtekinn eftir eldsvoðann í Grímsnesinu

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einn var handtekinn á vettvangi þegar sumarhús brann til kaldra kola í Mýrarkotslandi við Kiðjabergsveg í Grímsnesi í gærkvöldi.

RÚV greinir frá þessu og segir að maðurinn hafi verið í svo annarlegu ástandi að ekki var hægt að taka skýrslu af honum.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu fékk boð um eldinn kl. 20:41 í gærkvöldi og var húsið alelda þegar slökkviliðið mætti á vettvang. Slökkvistarf gekk vel en vakt var á brunavettvangi til morguns þegar unnt var að hefja vettvangsrannsókn.

Tilkynnandinn og jafnframt umráðamaður bústaðarins, var færður á lögreglustöð í gær og gisti fangaklefa í nótt en fór frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni í morgun.   Áfram er unnið úr gögnum málsins og ljóst að sú vinna mun taka einhvern tíma. Eldsupptök eru ókunn.
UPPFÆRT KL. 13:01
Fyrri greinSelfyssingar tilnefndir sem lið ársins
Næsta greinKosning hafin á Sunnlendingi ársins 2019