Einn gisti fangageymslur

Einn gisti fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt eftir að hafa skallað mann í andlitið á Selfossi. Mikill erill var hjá Selfosslögreglu í nótt.

Undir morgun var tilkynnt um ólgu í hóp manna sem staddir voru á Eyravegi. Eftir að lögreglumenn komu á staðinn til að róa menn urðu þeir vitni að því er einn úr hópnum tók sig til og skallaði annan mann. Við það losnaði um framtönn þess sem fyrir árásinni varð. Árásarmaðurinn var handtekinn en við leit á manninum fannst falsað greiðslukort. Árásarmaðurinn verður yfirheyrður í dag.

Þá var dyravörður í Hvítahúsinu sleginn en fjölmennur dansleikur fór fram í húsinu í nótt. Þar sem lögreglumenn voru uppteknir í öðrum verkefnum var ekki hægt að árásinni þegar í stað. Upplýsingar eru til staðar um hver árásarmaðurinn er og liggur fyrir að atvikið verður kært. Árásin var minni háttar.