Einn fluttur með þyrlu á sjúkrahús

Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að jeppi valt á Þingskálavegi við Svínhaga á Rangárvöllum um klukkan hálf átta í kvöld.

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru. Fjórir voru í bílnum en hinir þrír sluppu með minniháttar meiðsli.

Þyrlan lenti á Landspítalanum skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld.

Bíllinn valt á malarvegi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli stendur yfir viðgerð á veginum.

Fyrri greinSelfoss tapaði fyrir Stjörnunni
Næsta greinFerðafólk í vanda á Haukadalsheiði