Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar

Búið er að aflétta rýmingu á íbúðarhúsnæði á Selfossi eftir að slökkvilið réði niðurlögum elds á lager hjá Set.

Tuttugu og fimm íbúar leituðu til fjöldahjálparstöðvar RKÍ í Vallaskóla. Einn almennur borgari var fluttur á HSu til skoðunar vegan gruns um reykeitrun.

Talið er að 100 til 200 rúmmetrar af plasti er talið hafa brunnið þarna. Eldsupptök eru í rannsókn.

Líklegt er að reykur hafi borist inn í einhver íbúðarhús í nágrenni við eldinn. Í þeim tilfellum er nauðsynlegt að opna alla glugga og lofta vel út.

Fyrri grein„Þetta brennur af mikilli orku og ofsa“
Næsta greinSet harmar atburðinn