Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu

Ökumaður jepplings var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu á Suðurlandsvegi í Svínahrauni nálægt afleggjaranum að Hellisheiðarvirkjun um klukkan hálfþrjú í dag.

Talsvert viðbragð var vegna slyssins þar sem í upphafi var umfang þess ekki alveg ljóst. Sjúkrabifreiðar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, lögreglan á Suðurlandi auk slökkviliðsmanna Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði fóru á vettvang. Það vildi svo til að sjúkrabifreið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins átti leið um svæðið á sama tíma og gátu þeir því rétt fram hjálparhönd á vettvangi.

Ökumaðurinn var einn á ferð og er ekki vitað með líðan hans að svo stöddu.

Bifreiðin er gjörónýt.

Fyrri greinFerðamaðurinn úrskurðaður í farbann
Næsta greinÁrborg og Hamar úr leik