Einn færður í fangageymslu

Lögreglan á Selfoss stöðvaði ökumann fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi í morgun. Maðurinn er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis- og fíkniefna á stolnum bíl.

Maðurinn var stöðvaður á 130 km/klst hraða á Suðurlandsvegi snemma í morgun. Hann var færður í fangaklefa á Selfossi á meðan málið er til rannsóknar.

Lögreglan á Selfossi stöðvaði tvo ökumenn til viðbótar í nótt, annan vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis en hinn undir áhrifum fíkniefna.

Fyrri greinEgill sturtaði Norðurlanda-meistaranum
Næsta greinNýir rekstraraðilar í Úthlíð