Einn á slysadeild eftir harðan árekstur

Suðurlandsvegi var lokað í morgun við Hveragerði eftir harðan árekstur jeppa og fólksbíls á gatnamótunum við Grænumörk

Ökumaður jeppans var fluttur á slysadeild á Selfossi til skoðunar en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru meiðsli hans ekki talin alvarleg.

Suðurlandsvegur var lokaður í um klukkustund en báðar bifreiðarnar eru mikið skemmdar og óökufærar eftir áreksturinn.

Fyrri greinVel heppnuð afmælishátíð í Úthlíð
Næsta greinMikið líf í Litlasjó og Grænavatni