Einn á slysadeild eftir árekstur í Rangárþingi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir árekstur tveggja bíla á mótum Rangárvallavegar og Suðurlandsvegar, austan við Hellu, á níunda tímanum í kvöld.

Veginum var lokað á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi en hann var opnaður aftur rúmum klukkutíma síðar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var um minniháttar meiðsli að ræða.

Fyrri greinStokkseyringar bjargarlausir í gini Úlfanna
Næsta greinSlökkvistarfi lokið