„Einlægur ásetningur ríkisstjórnarinnar að koma sjávarútveginum í þrot“

Auðbjörg í Þorlákshöfn hefur sagt upp 27 starfsmönnum en fyrirtækið ætlar að selja tvo af fjórum bátum sem það á.

„Það virðist vera einlægur ásetningur ríkisstjórnarinnar að koma sjávarútveginum í þrot. Flóknara er það ekki,“ sagði Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar, í samtali við sunnlenska.is.

Af þeim sem sagt er upp vinna þrettán í landvinnslu og er þeim sagt upp frá næstu áramótum en fjórtán eru í áhöfn línubátsins Arnarbergs ÁR-150 og hafa þeir þegar hætt störfum. Allir starfsmennirnir voru með tímabundnar ráðningar.

Eftir uppsagnirnar eru starfsmenn Auðbjargar 45 talsins.

Fyrri greinÞrír grunaðir innbrotsþjófar handteknir
Næsta greinÞór fékk Snæfell úti