Eineltisfræðsla í Hvolsskóla

Í dag kl. 17.30 – 19.00 verður flutt fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála í sal Hvolsskóla á Hvolsvelli.

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, flytur fyrirlestur byggðan á nýútkominni bók sinni, Ekki meir, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Tilgangurinn með þessu fræðsluerindi er að vekja athygli á þessum málaflokki, opna betur augu fólks fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun.

Á erindinu verður Aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift sem og eineltis plakati og nýútkomnum siðareglum Æskulýðsvettvangsins sem fjalla annarsvegar um rekstur og ábyrgð og hinsvegar um samskipti.

Léttar kaffiveitingar eru í boði.

Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar stendur fyrir erindinu.

Fyrri greinLoka þarf Kumbaravogi ef fram fer sem horfir
Næsta greinHvítur hrafn í Tjarnabyggðinni