Einar ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

Einar Bárðarson.

Selfyssingurinn Ein­ar Bárðar­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Vot­lend­is­sjóðs.

Sjóður­inn var stofnaður fyr­ir rúm­lega ári síðan en mark­mið hans er að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda úr nátt­úru Íslands með end­ur­heimt vot­lend­is í sam­starfi land­eig­enda, rík­is, sveit­ar­fé­laga, fyr­ir­tækja, fé­laga­sam­taka og ein­stak­linga. 

Ein­ar hef­ur unnið við fjöl­breytt verk­efni tengd al­manna­tengsl­um og markaðsmá­l­um, nú síðast sem sam­skipta­stjóri Hafn­ar­fjarðarbæj­ar.

„Ég er stolt­ur yfir því trausti sem stjórn sjóðsins sýn­ir mér með því að fela mér þetta verk­efni. Það er magnað að fá vett­vang og er­indi til þess að leggj­ast á árar með vís­inda- og bar­áttu­fólki um all­an heim í bar­átt­unni gegn hlýn­un jarðar,” sagði Ein­ar við ráðning­una. 

Fyrri greinNafn mannsins sem lést
Næsta greinÖkklabrotin kona sótt á Fimmvörðuháls