Einar og Katarzyna ráðin til Skaftárhrepps

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti tvær ráðningar á fundi sínum í dag, í störf íþrótta- og tómstundafulltrúa og skólastjóra tónlistarskólans.

Katarzyna Korolczuk var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi, en um er að ræða 40% starf.

Þá var Einar Alexander Melax ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Skaftárhrepps.