Einar Ágúst kosinn stallari

Í gær var kosið til nýrrar stjórnar í Nemendafélaginu Mími í Menntaskólanum að Laugarvatni. Einar Ágúst Hjörleifsson frá Fossi í Hrunamannahreppi var kosinn stallari.

Auk Einars voru kosin í stjórn þau Kristbergur Ómar Steinarsson frá Hvolsvelli varastallari, Þórmundur Smári Hilmarsson frá Syðra-Langholti gjaldkeri, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir frá Kirkjubæjarklaustri og Íris Eyþórsdóttir frá Hveragerði skólaráðsfulltrúar, Fjölnir Grétarsson frá Selfossi og Finnur Jóhannesson frá Brekku íþróttaformenn, Viðar Benónýsson frá Miðtúni í Hvolhreppi og Skafti Þorvaldsson frá Hveragerði skemmtinefndarformenn, Vilhjálmur Snær Ólason frá Hveragerði tómstundaformaður, Margrét Helga Steindórsdóttir frá Hrygg ritnefndarformaður og Sólveig Þrastardóttir frá Hveragerði árshátíðarformaður.