Einangrari slitnaði og kveikti í rafmagnsstaur

Mynd úr safni. Ljósmynd/Rarik

Rafmagnslaust varð í Árborg, Ölfusi og Hveragerði í morgun eftir að útsláttur varð á Hveragerðislínu 1 og Þorlákshafnarlínu 1.

Rafmagnið fór af klukkan 7:41 í morgun en var komið á aftur tæpum klukkutíma síðar.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir í samtali við mbl.is að einangrari á Þorlákshafnarlínu hafi slitnað og fór í rafmagnsstaur sem kviknaði í.

Vinnuflokkur frá Landsneti er á staðnum og vinnur að viðgerð á rafmagnsstaurnum.

Fyrri greinHamar bikarmeistari fjórða árið í röð
Næsta greinMisstu leikinn úr höndunum í upphafi seinni hálfleiks