Ein umsókn um menningarstyrk

Aðeins ein umsókn barst sveitarstjórn Flóahrepps um menningarstyrk hreppsins árið 2015.

Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli og Brynjólfur Ámundason frá Kambi sóttu um styrkt til að undirbúa ritun Flóamannabókar sem verður saga þeirra þriggja hreppa sem semeinuðust og mynduðu Flóahrepp árið 2006.

Í reglum Flóahrepps er gert ráð fyrir að þeir sem fái úthlutað menningarstyrk hafi lögheimili í Flóahreppi. Undanþága verður veitt að þessu sinni því verkefnið snertir sögu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að veita eina milljón króna í styrk til verkefnisins og verður hann veittur á opnunarhátíð Fjörs í Flóa föstudaginn 29. maí.

Fyrri greinAri valinn leikmaður ársins
Næsta greinM2 Teiknistofa á Stað