Ein umfangsmesta kannabisræktun landsins upprætt í Þykkvabæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Europol og pólsk lögregluyfirvöld stöðvaði í vikunni eina umfangsmestu kannabisræktun sem lögreglan hefur séð hér á landi.

Fjórir voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þrír pólskir ríkisborgarar og einn Íslendingur.

RÚV greinir frá þessu en lögreglan staðfestir þar að hún hafi fylgst með ræktuninni í nokkurn tíma. Samkvæmt heimildum RÚV var hún staðsett í iðnaðarhúsnæði í Þykkvabæ og gámum þar í kring.

Lögreglan lagði hald á 322 plöntur í blóma, 16 kíló af kannabislaufum og sjö milljónir króna í reiðufé.

Mönnunum fjórum hefur öllum verið sleppt úr haldi.

Frétt RÚV