Ein af bestu sundlaugum í heimi

Lesendur The Guardian í Bretlandi hafa kosið tíu bestu sundlaugar heims á vefsíðu blaðsins. Seljavallalaug undir Eyjafjöllum kemst inn á topplistann.

Í umfjölluninni um laugina segir meðal annars að hún sé elsta jarðhitalaug landsins en hún var hlaðin árið 1923 og var stærsta sundlaug landsins allt fram til ársins 1934. Einnig þykir lesendum The Guardian spennandi að hún hafi fyllst af ösku við eldgosið í Eyjafjallajökli.

mbl.is greinir frá þessu en listann má sjá á heimasíðu The Guardian

Fyrri greinKirkjan við veginn
Næsta greinGleðilegt sumar!