Eigendaskipti á Hótel Skógum

Elías Rúnar Kristjánsson og Arnar Freyr Ólafsson hafa keypt Hótel Skóga af Pólar Hótel.

Hótel Skógar er eins og nafnið gefur til kynna í Skógum undir Eyjafjöllum, rétt við Skógafoss, sem er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Suðurlandi.

Alls eru tólf herbergi til útleigu í hótelinu auk þess sem þar er lítill veitingasalur.

Elías Rúnar býr í Ytri-Skógum með unnustu sinni, Ástu Rut Ingimundardóttur, sem rekur dagvistun fyrir leikskólabörn í Seljalandsskóla. Elías verður hótelstjóri og mun hafa yfirumsjón með daglegum rekstri.

Stefnt er að því að opna hótelið í mars og að það verði opið allt árið.