Egill ráðinn framkvæmdastjóri LÍS

Egill Hermannsson.

Selfyssingurinn Egill Hermannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri á skrifstofu Landssamtaka íslenskra stúdenta.

Egill hefur lokið BA gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og nú stundar hann meistaranám í opinberri stjórnsýslu við sama skóla. Áður lauk hann stúdentsprófi við náttúrufræðibraut í Menntaskólanum að Laugarvatni. Meðfram námi hefur hann unnið ýmis störf, meðal annars hjá Sveitarfélaginu Árborg, Fjársýslu ríkisins og Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð árið 2013 og eru samtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. LÍS er því í forsvari fyrir rúmlega 20 þúsund íslenskra stúdenta.

Fyrri greinKrakkar úr Hvolsskóla ganga yfir Fimmvörðuháls
Næsta greinSelfoss tapaði stórt