Egill fékk flest atkvæði í Ásahreppi

Egill Sigurðsson á Berustöðum fékk flest atkvæði í sveitarstjórn í Ásahreppi en þar er óhlutbundin kosning.

Röð aðalmanna í hreppsnefnd er þessi:
1. Egill Sigurðsson, Berustöðum 71 atkvæði
2. Eydís Indriðadóttir, Laufási 66 atkvæði
3. Karl Ölvirsson, Þjórsártúni 62 atkvæði
4. Elín Grétarsdóttir, Riddaragarði 51 atkvæði
5. Nanna Jónsdóttir, Miðhól 44 atkvæði

Röð varamanna í hreppsnefnd er þessu:
1. Renata Henneman, Herríðarhóli 42 atkvæði
2. Brynja Jóna Jónasdóttir, Lyngholti 37 atkvæði
3. Tyrfingur Sveinsson, Tyrfingsstöðum 37 atkvæði
4. Ásta Berghildur Ólafsdóttir, Miðási 36 atkvæði
5. Guðjón Björnsson, Syðri-Hömrum 23 atkvæði

Á kjörskrá voru 143 og alls kusu 123 eða 86,01% sem er ívið meira en árið 2010.